Viðskipti erlent

Enn lækkar heimsmarkaðsverð á olíu

Nýjar tölur um olíubirgðir Bandaríkjanna hafa leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka.

Tunnan af Brent olíunni er komin niður í rúma 108 dollara og hefur verð hennar ekki verið lægra síðan um miðjan desember s.l. Verðið á Brentolíunni fór hæst í ár í tæpa 119 dollara á tunnuna fyrstu vikuna í febrúar en hefur stöðugt gefið eftir síðan.

Olíubirgðir Bandaríkjanna jukust um rúmlega 2,6 milljónir tunna í síðustu viku sem var nokkru meira en spár gerðu ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×