Viðskipti erlent

Skordýraeitur í 90% af frönskum rauðvínum

Umfangsmikil rannsókn sýnir að skordýraeitur er í 90 prósentum af frönskum rauðvínum frá héruðunum Bordeaux, Rhone og Alsace.

Í sumum tilvikum fundust allt að 9 ólík skordýraeitur í nokkrum tegundum. Í öllum tilvikum voru þau þó undir leyfilegum mörkum.

Það var rannsóknarstofa í Bordeaux sem stóð að rannsókninni sem náði til 300 vína af árgöngunum 2009 og 2010.

Frönsk stjórnvöld ákváðu árið 2008 að draga úr notkun skordýraeiturs um helming fram til ársins 2018. Þrátt fyrir það hefur notkunin aukist um tæp 3 prósent á síðustu fimm árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×