Viðskipti erlent

Gjaldmiðlastríð blásið af á G-20 fundi

Búið er að blása af gjaldmiðlastríðið sem var í uppsiglingu milli auðugustu þjóða heimsins en stríð þetta ógnaði efnahagslífi heimsins.

Þetta var niðurstaðan á fundi fjármálaráðherra G-20 ríkjanna sem haldinn var í Moskvu um helgina. Í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundinum segir að ríkin 20 sem mynda þennan hóp muni ekki grípa til gengisfellinga né nota gengisskráningu til þess að auka samkeppnishæfni sína. Markaðurinn eigi að ráða gengi einstakra mynta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×