Viðskipti erlent

Hópuppsagnir hjá DSB í Danmörku í dag

Tilkynnt verður um hópuppsagnir hjá Dönsku ríkisjárnbrautunum DSB í dag en ætlunin með þeim er að spara um einn milljarð danskra króna eða um 23 milljarða króna á ári.

Í frétt um málið á vefsíðu TV2 segir að hátt í 300 starfsmenn DSB fái uppsagnarbréf í hendurnar í dag.

Jafnframt á að fækka miðasölustöðum DSB í Danmörku út á landsbyggðinni. Verða þær í framtíðinni aðeins staðsettar í Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum auk miðasölunnar á Kastrup flugvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×