Spá hnignun hjá Apple Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2013 10:37 Nordicphotos/AFP Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira