Viðskipti erlent

Elsti banki heimsins í miklum erfiðleikum

Elsti banki heimsins, Banca Monte dei Paschi á Ítalíu, glímir við miklar erfiðleika þessa stundina og þarf á aðstoð frá hinu opinbera til að geta haldið áfram starfsemi sinni.

Jafnframt er fjármálaeftirlit Ítalíu að rannsaka þrjú stór viðskipti á hans vegum sem gætu valdið bankanum tapi upp á 720 milljónir evra eða um 120 milljarða króna.

Í fréttum ítalskra fjölmiðla segir að bankinn þurfi um 3,9 milljarða evra aðstoð frá hinu opinbera til að geta uppfyllt reglur um eiginfjárhlutfall og lausafjárstöðu.

Á fyrsti níu mánuðum síðasta árs tapaði bankinn 1,7 milljörðum evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×