Viðskipti erlent

Starfsmenn SAS æfir af reiði vegna launahækkana yfirmanna félagsins

Starfsmenn SAS flugfélagsins eru æfir af reiði eftir að það spurðist út að nokkrir af yfirmönnum félagsins hafa fengið myndarlega launahækkun fyrir að skrifa undir nýja starfssamninga við félagið.

Það var Finansavisen sem greindi fyrst fá þessu. Þar kom fram að þessir yfirmenn hefðu allir fengið aukalega sex mánaða laun sem bónus fyrir undirskrift sína.

Eins og kunnugt er af fréttum rambaði SAS á barmi gjaldþrots fyrir áramótin. Almennir starfsmenn þess tóku á sig miklar launalækkanir og kjaraskerðingar til að halda félaginu gangandi.

Stig Lundsbakken trúnaðarmaður hjá SAS í Noregi segir að frétt Finansavisen hafi vakið hörð viðbrögð hjá samstarfsmönnum sínum. Stig á von á að allt verði brjálað innan SAS í Svíþjóð þegar þessi frétt berst til starfsmanna félagsins þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×