Viðskipti erlent

Ný gerð iPad á markað

Phil Schiller hjá Apple kynnti hina nýju gerð iPad á kynningarfundinum í gær. Fréttablaðið/AP
Phil Schiller hjá Apple kynnti hina nýju gerð iPad á kynningarfundinum í gær. Fréttablaðið/AP
Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, kynnti nýja vörulínu á kynningarfundi í San José í Kaliforníu í gær. Á fundinum bar hæst að Apple tilkynnti að fyrirtækið hæfi brátt sölu á smærri og ódýrari gerð af iPad-spjaldtölvunni vinsælu.

Búist hefur verið við tilkynningu um smærri gerð iPad um hríð. Hins vegar kom á óvart að Tim Cook, forstjóri Apple, tilkynnti einnig um nýja gerð af hinni hefðbundnu iPad-tölvu. Apple kynnti síðast nýja iPad-tölvu í vor en yfirleitt hefur ár hið minnsta verið látið líða milli kynslóða af framleiðslu fyrirtækisins.

Apple setti iPad-spjaldtölvuna á markað í apríl árið 2010 en síðan hefur fyrirtækið selt 100 milljón eintök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×