Viðskipti erlent

Verst ásökunum um ólögleg viðskipti

Verð hlutabréfa í Standard Chartered hrundi í gær eftir að fréttir bárust af ásökunum fjármálaeftirlits New York-ríkis.Fréttablaðið/AP
Verð hlutabréfa í Standard Chartered hrundi í gær eftir að fréttir bárust af ásökunum fjármálaeftirlits New York-ríkis.Fréttablaðið/AP
Breska fjármálafyrirtækið Standard Chartered neitaði í gær af krafti ásökunum um að bankinn hafi stundað stórfelld ólögleg viðskipti í samvinnu við írönsk stjórnvöld á árunum 2001 til 2007.

Fjármálaeftirlit New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn á bankanum vegna gruns um að hann hafi í samvinnu við írönsk stjórnvöld stundað peningaþvott á um 250 milljörðum Bandaríkjadala.

Í yfirlýsingu frá Standard Chartered segir að nær alla þá upphæð megi rekja til viðskipta þar sem öllum lögum og reglum var hlýtt. Stærð þeirra viðskipta sem hafi hugsanlega verið ólögleg nemi einungis 14 milljónum Bandaríkjadala.

Verð hlutabréfa í Standard Chartered hrundi í gær í kjölfar þess að fréttir bárust af rannsókninni á mánudag. Um miðjan dag í gær hafði verðið lækkað um ríflega 18% en talið er líklegt að Standard Chartered muni missa starfsleyfi sitt í New York og verða gert að greiða háa sekt vegna málsins.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×