Viðskipti erlent

Allt gert til að bjarga evrunni

Seðlabankastjóri Evrópusambandsins lofar að beita valdi bankans til hins ítrasta.
Seðlabankastjóri Evrópusambandsins lofar að beita valdi bankans til hins ítrasta. nordicphotos/AFP
Mario Draghi, yfirmaður Seðlabanka Evrópusambandsins, segir að bankinn muni gera allt sem í hans valdi stendur til að bjarga evrunni úr þeim vanda sem nú steðjar að.

„Og trúið mér, það mun duga," bætti hann við.

Orð hans höfðu samstundis þau áhrif að verðbréf hækkuðu í verði á mörkuðum víðs vegar í Evrópu.

Fjárfestar á mörkuðum hafa undanfarið haft miklar áhyggjur af því að glíman við fjárhagsvanda Spánar, Grikklands og fleiri ríkja muni reynast evrusvæðinu um megn.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×