Viðskipti erlent

Bílasafn Saab selt í útboði

FÍB segir bílasafn sem selja á úr þrotabúi Saab metið á um 354 milljónir króna.
FÍB segir bílasafn sem selja á úr þrotabúi Saab metið á um 354 milljónir króna. Nordicphotos/AFP
Á föstudag rennur út frestur til að skila inn tilboðum til þrotabús Saab-bílaverksmiðjunnar í Trollhättan í Svíþjóð vegna sölu á bílasafni Saab. Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að þá komi í ljós hvaða verð fáist fyrir bílana 123 og sömuleiðis hvort safnið verði „selt í heilu lagi eða bílarnir dreifist út um tvist og bast".

Verðmætasti bíllinn í safninu er sagður vera „frum-Saabinn" frá árinu 1946, en allir munu þeir vera sérstakir á einhvern hátt. „Bílarnir eru annars af flestöllum þeim gerðum sem framleiddir voru frá upphafi til endalokanna," segir á vef FÍB. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×