Viðskipti erlent

Bankastjóri Danske Bank biður dönsku þjóðina afsökunar

Eivind Kolding aðalbankastjóri Danske Bank hefur beðið Dani opinberlega afsökunar á hlut bankans í fjármálakreppunni og aðdraganda hennar fyrir árið 2008.

Þetta kemur fram í grein sem Kolding skrifar í Politiken í dag og vakið hefur mikla athygli í Danmörku.

Kolding segir að Danske Bank hafi gert sekur um að vera blindur á þær hættur sem framundan voru og að starfsmenn bankans hafi orðið of gráðugir.

Kolding segir að Danske Bank hefði átt að stíga á bremsurnar og draga úr vexti sínum og umfangi á árunum fyrir 2008 í stað þess að stíga bensíngjöfina í botn.

Í dönskum fjölmiðlum í dag er haft eftir ýmsum sérfræðingum að það sé löngu kominn tími til að Danske Bank viðurkenni sök sína í aðdraganda fjármálakreppunnar.

Sjá má frétt Politiken hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×