Viðskipti erlent

Standard og Poor´s telur Kýpur á barmi gjaldþrots

Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur sett lánshæfiseinkunn Kýpur enn dýpra niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Einkunnin var lækkuð um þrjá flokka niður í B. Raunar telur matsfyrirtækið að gjaldþrot blasi við ríkissjóði landsins.

Kýpur hefur beðið um neyðaraðstoð frá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu en sú beiðni verður ekki afgreidd fyrr en á næsta ári.

Staðan á ríkissjóði Kýpur er svo slæm að stjórnvöld þurftu á lánum frá opinberum lífeyrissjóðum að halda til að geta greitt út laun í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×