Viðskipti erlent

General Electric kaupir Avio

Bandaríski iðnrisinn General Electric (GE) hefur gengið frá kaupum á ítalska flugiðnaðarfyrirtækinu Avio fyrir um 4,3 milljarða dala, eða sem nemur um 540 milljörðum króna. Seljandi Avio er breskur fjárfestingasjóður, Cinven.

Avio hefur lengi verið meðal fyrirtækja sem hefur selt GE ýmsar vörur, einkum varahluti og vélbúnað, að því er segir í frétt New York Times af viðskiptunum. GE hyggst nú reyna að efla starfsemi Avio enn frekar.

Sjá má frétt New York Times hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×