Viðskipti erlent

Instagram áskilur sér rétt til að selja myndirnar þínar

MYND/AFP
Stjórnendur Instagram opinberuðu breytingar á notendaskilmálum sínum í dag. Instagram áskilur sér nú rétt til að selja ljósmyndir notenda sinna án þess að láta þá vita. Höfundar ljósmyndanna munu ekki geta farið fram á greiðslu frá Instagram vegna þessa.

Eru þetta fyrstu breytingar á skilmálum Instagram frá því að Facebook keypti samskiptavefinn fyrr á þessu ári.

Hinir breyttu notendaskilmálar taka gildi þann 16. janúar næstkomandi. Ekki verður hægt að mótmæla breytingunum. Notendur sem samþykkja ekki breytingarnar verða því að segja skilið við samskiptavefinn fyrir fullt og allt.

Breytingarnar hafa vakið hörð viðbrögð. Margir benda á að Instagram verði með þessu að stærsta ljósmyndasafni veraldar.

Samkvæmt stjórnendum Instagram eru breytingarnar liður í því að auka tekjuöflun samskiptasíðunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×