Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Grikklands hækkuð um sex flokka

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands um sex flokka eða upp í B- og með stöðugum horfum.

Þótt einkunnin teljist áfram til ruslflokks þykir hækkun hennar stór rós í hnappagat grískra stjórnvalda. Í áliti matsfyrirtækisins segir að lánshæfiseinkunnin hafi verið hækkuð þar sem ríkin sem eiga aðild að evrusvæðinu hafi sýnt ákveðinn vilja sinn í að halda Grikklandi innan svæðisins.

Þá telur matsfyrirtækið að Grikkir muni aðlaga efnahagsmál landsins að þeim raunveruleika sem við blasir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×