Viðskipti erlent

Bandidos gullkeðjur seldar á uppboði

Bandidos hálskeðjur úr gulli verða selda hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn eftir rúma viku. Um er að ræða þrjár gullkeðjur úr 14 karata gulli og eru tvær þeirra skreyttar demöntum

Í frétt í Ekstra Bladet segir að um nauðungarsölu sé að ræða og það sé danski skatturinn sem sett hafi þessar keðjur til sölu. Áætlað verðmæti þeirra liggur á bilinu 8.000 til 40.000 danskar kr. eða allt að tæplega 900.000 kr.

Bandidos eru alræmd glæpasamtök í Danmörku sem berjast iðulega við Hells Angels um yfirráðin yfir fíkniefnamarkaði landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×