Viðskipti erlent

Auðbjörg segir upp 27 manns

Frá Þorlákshöfn.
Frá Þorlákshöfn.
Útgerðarfyrirtækið Auðbjörg ehf. í Þorlákshöfn hefur sagt upp 27 starfsmönnum fyrirtækisins, 13 í landvinnslu og 14 manna áhöfn á línubátnum Arnarbergi ÁR-150, segir á fréttavefnum dfs. Starfsfólkið í landvinnslunni hættir um áramótin en sjómennirnir hafa hætt nú þegar. Fyrirtækið á fjóra báta en ætlar að selja tvo þeirra. Nú eru eftir 45 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

„Uppsagnirnar og salan á bátunum koma fyrst og fremst til vegna ástandsins í sjávarútvegnum, það er allt að fara til andskotans þar og útlitið því ekki bjart framundan. Þorpinu hér í Þorlákshöfn er smátt og smátt að blæða út vegna ástandsins", sagði Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar í samtali við DFS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×