Viðskipti erlent

Eurostat mælir samdrátt á evrusvæðinu

Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat hefur staðfest að samdráttur ríkir nú á evrusvæðinu.

Hagvöxtur á svæðinu var neikvæður um 0,1% á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð með neikvæðan hagvöxt á svæðinu.

Af einstökum löndum dróst landsframleiðslan mest saman í Hollandi eða um 1,1%. Verulega hægði á landsframleiðsla Frakklands og Þýskalands en hagvöxtur í þeim löndum var rétt fyrir ofan núllið. Samdráttur varð á Ítalíu og Spáni en landsframleiðslan stóð í stað í Belgíu svo dæmi séu tekin.

Þetta er í annað sinn síðan 2009 að samdráttur er á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×