Viðskipti erlent

Bankaumsýsla Danmerkur fær tekjur frá Hells Angels

Bankaumsýsla Danmerkur eða Finansiel Stabilitet er nú í þeirri sérkennilegu stöðu að fá tekjur frá glæpasamtökunum Hells Angels.

Um er að ræða tekjur af klúbbhúsi Hells Angels í Árósum. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að Bankaumsýslan eigi nokkur skuldabréf með veði í húsinu upp á samtals 1,5 milljón danskra króna og að glæpagengið greiði af þeim bréfum.

Bankaumsýslan hefur m.a. það hlutverk að koma eignum gjaldþrota banka í Danmörku aftur í verð. Þessi stofnun komst í sviðsljósið hér á Íslandi árið 2010 þegar hún knúði í gegn söluna á FIH bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×