Viðskipti erlent

Minnsta atvinnuleysi í Bandaríkjunum í fjögur ár

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 7,7% og hefur ekki verið minna síðustu fjögur árin.

Samkvæmt nýjum tölum voru 146.000 ný störf sköpuð vestan hafs í nóvembermánuði. Þetta er mun meiri fjöldi nýrra starfs en sérfræðingar gerðu ráð fyrir og þykir athyglisvert í ljósi þess að ofsaveðrið Sandy setti atvinnulíf á norðausturstönd Bandaríkjanna meir og minna úr skorðum í mánuðinum.

Markaðir á Wall Street tóku þessum tíðindum með hófsamri bjartsýni en Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,5% í gærkvöldi þegar atvinnuleysistölurnar lágu fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×