Viðskipti erlent

Hagnaður Apple mun meiri en allra hinna tölvufyrirtækjanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
iPhone er vinsælasti sími í heimi.
iPhone er vinsælasti sími í heimi. Mynd/ Getty.
Hagnaður Apple á þessu ári nemur um 5300 milljörðum íslenskra króna samkvæmt tekjuáætlun sem kynnt var á dögunum.

Hagnaður fyrirtækisins er, samkvæmt vefnum Slashgear, ekki einungis mesti hagnaður fyrirtækis í tölvubransanum heldur einnig meiri en hagnaður Microsoft, Google, eBay, Yahoo, Facebook og Amazon til samans sem nemur um 4300 milljörðum króna.

Helsti hagnaður Apple fyrirtækisins er vitanlega af sölu tölva, spjaldtölva og snjallsíma. Aftur á móti eru aðrir snjallsímaframleiðendur, svo sem Samsung og Nokia, með mun minni hagnað en Apple, eftir því sem Slashgear segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×