Viðskipti erlent

Yfir 200 Danir borga sektir vegna bankareikninga í skattaskjólum

Danski skatturinn hefur náð upplýsingum um leynilega bankareikninga yfir 200 Dana í skattaskjólum víða um heim á undanförnum árum.

Eigendur þessara reikninga hafa þurft að borga skattinum samtals 126 milljónir danskra kr. eða hátt í þrjá milljarða króna í sektir og vangreidda skatta. Í sumum tilvikum hafa upplýsingarnar leitt til dómsmála.

Yfirleitt er um að ræða að þessir einstaklingar hafa stofnað bankareiking í Danmörku sem opinberlega er í eigu félags sem skráð er í skattaskjóli. Í þessum skattaskjólum er síðan ómögulegt að fá nokkrar upplýsingar um viðkomandi félag. Í raun er félagið í eigu þess sem stofnaði reikninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×