Viðskipti erlent

Árið 2013 gæti orðið erfitt í ferðaþjónustu

Magnús Halldórsson skrifar
Ferðaþjónusta er mikilvæg atvinnugrein víða um heim, ekki síst hér á landi. Ferðamenn kaupa vörur og þjónustu og hafa þannig jákvæð áhrif á efnahaginn.
Ferðaþjónusta er mikilvæg atvinnugrein víða um heim, ekki síst hér á landi. Ferðamenn kaupa vörur og þjónustu og hafa þannig jákvæð áhrif á efnahaginn.
Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2013 þá eru væntingar hjá stærstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á heimsvísu um gott gengi á næsta ári ekki miklar. Því er spáð að ferðamönnum sem gista í það minnsta eina nótt í ferðalögum sínum muni fjölga um þrjú prósent á heimsvísu, en fjölgunin á þessu ári verður líklega um tvö prósent frá árinu 2011. Vitnað er til greiningar Tourism Economics, ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækis á sviði ferðaþjónustu.

Í sérriti The Economist, þar sem spáð er í árið 2013 og hvernig það muni verða í efnahagslegu tilliti, kemur fram að ferðaþjónustan muni verða fyrir áhrifum af erfiðleikum í Evrópu, en áframhald verður á mikilli fjölgun ferðamanna frá Asíu til annarra heimsálfa.

Þá er því spáð að flugfélög á heimsvísu muni áfram glíma við erfiðleika, líkt og á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×