Viðskipti erlent

Liborvaxtahneykslið vindur upp á sig

Breska liborvaxtahneykslið heldur áfram að vinda upp á sig. Financial Times greinir frá því í dag að þeir sem rannsaka hneykslið hafi stefnt forráðamönnum níu stórra alþjóðlegra banka í málinu til viðbótar þeim sjö stórbönkum sem þegar eru til rannsóknar.

Meðal bankanna níu má nefna Bank of America, Credit Suisse, Lloyds, Royal Bank of Canada og Société Générale. Um er að ræða svindl með liborvextina á árunum 2005 til 2009. Einn banki, Barclays, hefur þegar samið um sekt vegna rannsóknarinnar og nam hún 450 milljónum dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×