Viðskipti erlent

Hæstiréttur Dana þyngir dóm vegna markaðsmisnotkunar

Hæstiréttur Danmerkur hefur þyngt verulega dóm vegna markaðsmisnotkunar fyrrum ritstjóra tímaritsins Penge & Privatökonomi. Í Östre Landsret var ritstjórinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi en Hæstirétturinn taldi rétt að hann sæti inni í átta mánuði.

Markaðsmisnotkun ritstjórans stóð yfir árin 2006 til 2008 og talið er að hann hafi hagnast um eina milljón danskra kr. eða ríflega 21 milljón króna á henni.

Misnotkunin var í því formi að ritstjórinn keypti sjálfur hlutabréf sem hann hafði mælt með að lesendur tímaritsins keyptu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×