Atvinnuleysi á evrusvæðinu nær nýjum hæðum 1. október 2012 11:45 Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. mynd/AP Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Atvinnulausum fjölgaði um 34 þúsund milli mánaða. Þetta þýðir að atvinnuleysið mælist nú 11.4 prósent. Sem fyrr er hlutfall atvinnulausra hæst í Grikkland og á Spáni. Rúmlega fjórðungur vinnufærra manna á Spáni er án atvinnu, eða 25.1 prósent. Er þetta mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu. Hins vegar er hvergi minna atvinnuleysi að finna en í Austurríki eða 4.5 prósent. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Á Spáni er rúmur helmingur ungmenna undir tuttugu og fimm ára án vinnu, eða 52.9 prósent. Hið sama er upp á teningnum í Grikklandi þar sem helmingur ungs fólks er án atvinnu. Sé litið á evrusvæðið í heild sinni mælist atvinnuleysi ungmenna tæp 23 prósent. Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í opinberum rekstri hefur haft veruleg áhrif atvinnuástandið í Grikklandi á Spáni. Grikkir reyna nú að mæta kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur risavöxnum neyðarlánum. Sé litið á Evrópusambandið í heild sinni mælist atvinnuleysi tíu komma fimm prósent. Þetta þýðir að tuttugu og fimm komma milljón manna eru án vinnu í Evrópuríkjunum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Atvinnulausum fjölgaði um 34 þúsund milli mánaða. Þetta þýðir að atvinnuleysið mælist nú 11.4 prósent. Sem fyrr er hlutfall atvinnulausra hæst í Grikkland og á Spáni. Rúmlega fjórðungur vinnufærra manna á Spáni er án atvinnu, eða 25.1 prósent. Er þetta mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu. Hins vegar er hvergi minna atvinnuleysi að finna en í Austurríki eða 4.5 prósent. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Á Spáni er rúmur helmingur ungmenna undir tuttugu og fimm ára án vinnu, eða 52.9 prósent. Hið sama er upp á teningnum í Grikklandi þar sem helmingur ungs fólks er án atvinnu. Sé litið á evrusvæðið í heild sinni mælist atvinnuleysi ungmenna tæp 23 prósent. Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í opinberum rekstri hefur haft veruleg áhrif atvinnuástandið í Grikklandi á Spáni. Grikkir reyna nú að mæta kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur risavöxnum neyðarlánum. Sé litið á Evrópusambandið í heild sinni mælist atvinnuleysi tíu komma fimm prósent. Þetta þýðir að tuttugu og fimm komma milljón manna eru án vinnu í Evrópuríkjunum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira