Viðskipti erlent

Stýrivextir óbreyttir á evrusvæðinu - Verðbólga yfir markmiði

Magnús Halldórsson skrifar
Mario Draghi, forseti stjórnar Seðlabanka Evrópu.
Mario Draghi, forseti stjórnar Seðlabanka Evrópu.
Stjórn Seðlabanka Evrópu ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósent, en tilkynnt var um þetta á vaxtaákvörðunarfundi bankans í dag.

Flestar spár greiningaraðila og sérfræðinga höfðu gert ráð fyrir því að vöxtum yrði haldið óbreyttum.

Stýrivextir á evrusvæðinu hafa staðið óbreyttir frá því um síðustu jól. Verðbólga á Evrusvæðinu er þó enn yfir tvö prósenti markmiði Seðlabankans, en að meðaltali á evrusvæðinu er mælist hún nú 2,7 prósent, samkvæmt tölum Hagstofu Evrópu, Eurostat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×