Viðskipti erlent

Merkel valdamest - Hillary Clinton þar á eftir

Magnús Halldórsson skrifar
Angela Merkel.
Angela Merkel.
Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, er valdamesta kona heims samkvæmt lista Forbes, uppfærður listi viðskiptatímaritsins var birtur í síðustu viku. Á eftir henni kemur Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og eiginkona Bill Clinton. Í þriðja sæti er síðan Dilma Rouseff, forseti Brasilíu.

Í fjórða og fimmta sæti listans eru konur sem standa utan stjórnmála. Melinda Gates, eiginkona Bill Gates og stjórnarformaður styrktarsjóðsins Bill and Melinda Gates Foundation, er í fjórða sæti og fimmta er síðan Jill Abramson, ritstjóri New York Times.

Sjá má lista Forbes, eftir valdamestu konur heims, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×