Viðskipti erlent

Hótar Norðmönnum tollahækkunum á sjávarafurðir þeirra

Bendt Bendtsen einn af Evrópuþingmönnum Dana hefur hótað Norðmönnum því að hann muni beita sér fyrir auknum tollum á norskar sjávarafurðir hjá Evrópusambandinu vegna þess að Norðmenn hafa hækkað verulega skatt á innflutningi skrautblóma til landsins.

Hækkun nemur 72% og kemur sér sérlega illa fyrir danska blómabændur sem sjá fram á tug milljóna danskra króna tap á rekstri sínum. Þar að auki hafa Norðmenn gefið til kynna að þeir muni hækka tolla af öðrum landbúnaðarvörum eins og ostum fyrir jólin.

Bendtsen segir að ef Norðmenn falli ekki frá þessum tollahækkunum muni þeir fá fyrir ferðina næst þegar samið verður um tolla á sjávarafurðir fái hann nokkru um það ráðið.

Í viðtali við Jyllands Posten segir Bendtsen að þessar tollahækkanir Norðmanna séu með eindæmum. "Við erum að tala um eina af auðugustu þjóðum Evrópu sem borgar ekkert til Evrópusambandsins, " segir Bendtsen






Fleiri fréttir

Sjá meira


×