Viðskipti erlent

Íbúðir orðnar dýrari á Vesturbrú en Austurbrú í Kaupmannahöfn

Í fyrsta sinn í á seinni tímum er orðið dýrara að kaupa íbúð á Vesturbrú en á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Íbúðir eru eftir sem áður langdýrastar í miðborginni.

Fjallað er um málið í Politiken en þar segir að íbúðir á Vesturbrú séu nú orðnar að meðaltali um 10% dýrari en á Austurbrú. Rætt er við Birgitte Ringbæk fjölmiðlafulltrúa fasteignasölunnar EDC um málið en hún segir að það sé einkum eftirspurn frá ungu fólki eftir litlum íbúðum sem hafa valdið þessum verðhækkunum á Vesturbrú.

Oftast er þetta unga fólk að kaupa sér sína fyrstu íbúð með dyggri aðstoð frá foreldrum sínum. Unga fólkið vilji frekar búa á Vesturbrú en Austurbrú þar sem meira líf sé til staðar á Vesturbrú í formi veitingastaða, kaffihúsa og verslana.

Ringbæk segir að hér á árum áður vildu foreldrar mun frekar að börn sín keyptu sér sína fyrstu íbúð á Austurbrú þar sem það hverfi var talið öruggara en Vesturbrú. Nú sjái foreldrarnir ekkert athugavert við öryggi barna sinna á Vesturbrú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×