Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert 19. september 2012 06:32 Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira