Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst enn á evrusvæðinu

Atvinnuástandið á evrusvæðinu heldur áfram að versna og enn eitt metið í fjölda atvinnulausra var slegið á svæðinu í júlímánuði.

Alls voru rúmlega 18 milljón manns án atvinnu á evrusvæðinu eða sem nemur 11,3% að því er segir á vefsíðu Eurostat.

Töluverður munur er á atvinnuleysinu eftir löndum. Þannig var það 4,5% í Austurríki en rúm 25% á Spáni svo dæmi séu tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×