Viðskipti erlent

Lufthansa aflýsir 190 flugferðum vegna verkfalls

Vísir/Getty
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst 190 af flugferðum sínum í morgun vegna yfirstandandi verkfalls flugliða hjá félaginu. Nær allar þessar flugferðir voru áætlaðar frá alþjóðaflugvellinum í Frankfurt.

Á föstudaginn var þurfti Lufthansa að aflýsa nærri 200 flugferðum vegna verkfallsins og þá urðu um 26.000 farþegar strandaglópar víða um heiminn.

Reiknað er með að verkfallið muni einnig valda verulegum truflunum á flugferðum frá Tegel flugvellinum við Berlín seinna í dag.

Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum Lufthansa við verkalýðsfélag flugliðanna og ber mikið í milli. Sem stendur eru verkföll flugliðanna bundin við ákveðna daga en þeir hafa hótað því að auka við verkfallsaðgerðir sínar ef samningar nást ekki fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×