Viðskipti erlent

Nettengd fjarskiptatæki sjö milljarðar árið 2015

Gert er ráð fyrir að um 7.1 milljarður fjarskiptatækja sem tengst geta veraldarvefnum verði í umferð árið 2015.
Gert er ráð fyrir að um 7.1 milljarður fjarskiptatækja sem tengst geta veraldarvefnum verði í umferð árið 2015. mynd/AFP
Gert er ráð fyrir að um 7.1 milljarður fjarskiptatækja sem tengst geta veraldarvefnum verði í umferð árið 2015. Þetta kemur fram í skýrslu sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á dögunum.

Með svo mikilli notkun snjallsíma, spjaldtölva og fleiri tækja fylgir gríðarlegt upplýsingaflæði. Talið er að gagnaflæði í gegnum þráðlausar tengingar eins og 3G, 4G og þráðlaust net muni ná rúmlega trilljarði megabæta í hverjum mánuði á mæstu misserum.

Þá telja skýrsluhöfundar að fjarskiptafyrirtæki verði að taka höndum saman og tryggja notendum sínum greiðan aðgang að virku flæði gagna.

Þau tíðnisvið sem fyrirtækin nota eru af skornum skammti samkvæmt skýrslunni. Nauðsynlegt sé fyrir stofnanir og félög að deila þessum sviðum og hjálpast að við mæta eftirspurn notenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×