Viðskipti erlent

Aukið eftirlit með BitTorrent

Líkur eru á að þeir sem nota skráarskiptaþjónustu BitTorrent til að nálgast tónlist, kvikmyndir og hugbúnað án þess að greiða fyrir efnið, séu undir eftirliti stofnana sem fylgjast með brotum á lögum um hugverkavernd.

Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum hóps á vegum háskólans í Birmingham. Þar segir að eftirlitsaðilar skrái notendur BitTorrent þjónustunnar í mun meira mæli en áður var talið.

Rannsóknin stóð yfir í þrjú ár. Rannsóknarhópurinn þróaði hugbúnað sem hagaði sér eins og BitTorrent skráarskiptaforrit. Þannig var hægt að fylgjast með teningunum og greina hverjir fylgdust með.

Frekari upplýsingar um málið má finna á fréttavef breska ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×