Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í vikunni en tunnan af Brent olíunni er komin niður í 113,5 dollara. Á mánudaginn var fór verðið á Brent olíunni í rúma 116 dollara á tunnuna um tíma. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið undir 96 dollara á tunnuna.

Það er einkum óvissa í efnahagsmálum heimsins sem veldur því að olíuverðið gefur eftir en fjárfestar bíða nú spenntir eftir fundi Evrópska seðlabankans sem haldinn verður í dag og þess sem Mario Draghi bankastjóri seðlabankans muni segja að þeim fundi loknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×