Viðskipti erlent

Íhuga að þjóðnýta Royal Bank of Scotland að fullu

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að þjóðnýta stórbankann Royal Bank of Scotland að fullu.

George Osborne fjármálaráðherra Bretlands hefur lagt fram tillögur um þetta en um 12% af bankanum eru enn í eigu fjárfesta.

Með þjóðnýtingunni er ætlunin að bankinn veiti meir af ódýru lánsfé til breskra fyrirtækja til að létta þeim róðurinn í þeirra kreppu sem ríkir í Bretlandi.

Osborne vill fá Verkamannaflokkinn til liðs við ríkisstjórnina í þessari þjóðnýtingu en Ed Milliband formaður Verkamannaflokksins hefur efasemdir um að þjóðnýtingin sé skynsamur kostur í stöðunni.

Talið er að breska stjórnin muni þurfa að greiða um 5 milljarða punda eða nær 1.000 milljarða króna fyrir fyrrgreind 12%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×