Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveiflan á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gærdag og gærkvöldi hélt áfram á Asíumörkuðunum í nótt. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um rúmt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um tæpt prósent.

Þá lækkaði gengi evrunnar gagnvart japanska jeninu og dollaranum. Þessar lækkanir eru vegna vonbrigða með yfirlýsingu Mario Draghi bankastjóra Evrópska seðlabankans í gær. Þar gaf hann ekki afdráttarlaust til kynna að bankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf af Spáni, Ítalíu og fleiri landa til að halda vöxtum þeirra niðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×