Viðskipti erlent

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum niður í 6,5%

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára eru komnir niður í rúmlega 6,5%. Hafa vextirnir því lækkað um meir en eitt prósentustig frá því í síðustu viku.

Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að þessi lækkun á spænsku vöxtunum sé í samræmi við aðrar lækkanir á ríkisskuldabréfum í morgun.

Lækkanir þessar kom í kjölfar ítrekaðra yfirlýsinga helstu leiðtoga Evrópusambandsins sem og Mario Draghi bankastjóra Evrópska seðlabankans um að þeir muni gera allt sem þarf til að halda evrusamstarfinu gangandi.

Í börsen segir að eftir sem áður sé vaxtamunurinn á spænskum og þýskum ríkisskuldabréfum til 10 ára enn yfir 5 prósentustigum. Þetta þýðir að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að lausn á vandamálum evrusvæðisins sé í sjónmáli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×