Viðskipti erlent

Rúmlega þriðjungur Evrópuríkja telst vera í kreppu

Af 31 ríki í Evrópu sem skila inn upplýsingum um landsframleiðslu sína til Hagstofu Evrópu teljast 13 þeirra vera í kreppu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum.

Þessu ríkjum hefur fjölgað verulega frá árinu 2010 en þá töldust aðeins þrjú af ríkjunum, þar á meðal Ísland, vera í kreppu, það er að samdráttur hafi orðið í landsframleiðslunni tvo ársfjórðunga í röð. Ísland hefur hinsvegar búið við hagvöxt í hálft annað ár.

Þetta kemur fram í yfirliti frá Hagfræðideild Landsbankans. Fram kemur að þau ríki sem teljast vera í kreppu mynduðu um 45% af heildarlandsframleiðslu Evrópu á fyrsta ársfjórðungi ársins og munar þar mest um stór hagkerfi á borð við hið breska, spænska og ítalska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×