Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á áli er komið niður í 1.886 dollara á tonnið en það hefur stöðugt farið lækkandi frá því í febrúar s.l. þegar það stóð í um 2.350 dollurum á tonnið. Hefur verðið því lækkað um 20% á þessum tímabili.

Helsta ástæða fyrir verðlækkunum á áli er að dregið hefur úr hagvexti í Kína á árinu. Viðvarandi efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu hafa einnig átt þátt í að lækka verðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×