Viðskipti erlent

Olíuverðið hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka þrátt fyrir nýjar efnahagstölur frá Bandaríkjunum um að ekkert dragi úr atvinnuleysinu þar í landi.

Brent olían er komin yfir 107 dollara á tunnuna og hefur verð hennar ekki verið hærra í tvo mánuði. Frá því að verðið á Brent olíunni var lægst í síðasta mánuði hefur það hækkað um 20%.

Bandaríska léttolían er komin yfir 93 dollara á tunnuna og hækkaði um rúm 3% í gærkvöldi.

Það sem veldur þessum hækkunum er hríðversandi ástand í Sýrlandi og aukin spenna í samskiptum Vesturveldanna og Íran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×