Viðskipti erlent

Fá utanaðkomandi stjórnarformann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marcus Agius, stjórnarformaður bankans, lét af störfum á dögunum.
Marcus Agius, stjórnarformaður bankans, lét af störfum á dögunum. mynd/ afp.
Ákveðið hefur verið að utanaðkomandi aðili verði næsti stjórnarformaður breska bankans Barclays, eftir því sem Financial Times fullyrðir.

Marcus Agius, stjórnarformaður bankans, lét af störfum á dögunum. Þá var gert ráð fyrir því að Michael Rake, sem sæti á í stjórn bankans, myndi taka við stjórnarformennskunni. Nokkrir af helstu fjárfestum í bankanum leggjast hins vegar alfarið gegn því að stjórnarformaðurinn verði fenginn úr stjórninni. Því var ákveðið að skipta um kúrs og verður utanaðkomandi aðili fenginn í starfið.

Ástæða þess að Agius lét af störfum á dögunum er svokallað Libor-hneyksli, en stjórnendur bankans eru grunaðir um að hafa haft áhrif á stýrivexti með ólögmætum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×