Viðskipti erlent

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum fóru yfir 7% markið

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru töluvert yfir 7% markið í morgun og standa nú í 7,3%.

Þetta hefur stóraukið áhyggjur um að Spánn muni brátt þurfa að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þegar vextir af ríkisskuldum fara yfir 7% eru þær taldar ósjálfbærar.

Þetta og fleiri neikvæðar fréttir úr spænsku efnahagslífi hafa valdið miklum niðursveiflum á mörkum í morgun sem og verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu.

Seðlabanki Spánar sagði í morgun að landsframleiðsla landsins hefði dregist saman um 1% á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við sama tímabil í fyrra sem þýðir að enn aukast efnahagsvandamál Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×