Samskiptamiðlar slíta barnsskónum og málin flækjast 26. júlí 2012 11:50 Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. mynd/AFP Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda." Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda."
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira