Viðskipti erlent

Írland komið inn úr kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum

Írar eru komni inn úr kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir velheppnað skuldabréfaútboð írska ríkisins síðdegis í gær.

Alls voru seld ríkiskuldabréf fyrir 4,2 milljarða evra. Vextir á bréfum til fimm ára voru 5,9% og vextir á átta ára bréfum voru 6,1%. Þar með er lántökukostnaður Írlands umtalsvert lægri en Spánar en vextir á 10 ára spænskum ríkisbréfum eru rúmlega 7,5% í augnablikinu.

Þetta var fyrsta útboðið á vegum Írlands undanfarin tvö ár þar sem skuldabréf til lengri tíma voru í boði. Fram að þessu hafa Írar verið algerlega háðir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu með lánsfé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×