Viðskipti erlent

Facebook í frjálsu falli

mynd/AP
Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum.

Við skráningu á hlutabréfamarkað var hluturinn metinn á 4.600 krónur.

Uppgjör Facebook fyrir síðast ársfjórðung var kynnt í gær. Afkoma fyrirtækisins var neikvæð en félagið tapaði 157 milljónum dollara eða rúmlega 19 milljörðum króna á síðasta fjórðungi.

Stjórnendur Facebook standa nú frammi fyrir því verkefni að virkja tekjumöguleika sína. Fyrirtækið reiðir sig á auglýsingasölu en hefur hingað til ekki tekist að auglýsa í gegnum smáforrit sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×