Viðskipti erlent

Kaup Watson á Actavis skoðuð nánar

Bandaríska samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir nánari upplýsingum á kaupum Watson lyfjafyrirtækisins á Actavis í apríl s.l.

Með kaupunum varð Watson einn stærsti framleiðandi á samheitalyfjum í heiminum en Watson borgaði 5,6 milljarða dollara fyrir Actavis eða yfir 700 milljarða króna.

Í frétt á Reuters um málið segir að samkeppniseftirlitið telji að stærð Watson eftir kaupin geti valdið ósanngjarni samkeppnisstöðu gagnvart öðrum lyfjaframleiðendum.

Fram kemur í fréttinni að Watson ætlar að vinna í fullri samvinnu við eftirlitið og vonast til þess að kaupin verði endanlega samþykkt fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×