Viðskipti erlent

Gammel Dansk er komið í norska eigu

Hinn þekkti danski snaps Gammel Dansk er kominn í norska eigu. Eins og raunar aðrir danskir eðalsnapsar eins og Álaborgar ákavíti og Bröndum.

Það er norski áfengisframleiðandinn Arcus-Gruppen sem keypt hefur De Danske Spritfabrikker en þær hafa starfað í Álaborg frá því eftir árið 1850. Þær komust í eigu franska áfengisrisans Pernod Richard árið 2008 en hafa nú verið seldar til Noregs. Kaupverðið samsvarar um 15 milljörðum kr.

Arcus-Gruppen er einkum þekkt fyrir að framleiða Linie ákavíti en það er sent fram og til baka suður fyrir miðbaug áður en því er tappað á flöskur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×